mið 18. mars 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Andri Fannar Baldursson (Bologna)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rodrigo de Paul
Rodrigo de Paul
Mynd: Getty Images
Oliver Stefansson
Oliver Stefansson
Mynd: Getty Images
Rodrigo Palacio í leik með Inter 2014.
Rodrigo Palacio í leik með Inter 2014.
Mynd: Getty Images
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri vill fá Guðjón Pétur til Bologna.
Andri vill fá Guðjón Pétur til Bologna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson er leikmaður Bologna á Ítalíu. Andri er efnilegur leikmaður sem hefur verið í þrígang í aðalliðshópi Bologna og spilað einn leik í Seríu A.

Andri var í viðtali við Fótbolta.net eftir að hann var valinn í fyrsta sinn í hópinn en í dag sýnir hann hina hliðina á sér.

Sjá einnig:
Andri Fannar: Það stærsta á ferlinum til þessa

Fullt nafn: Andri Fannar Baldursson


Gælunafn: Fannaro


Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2018

Uppáhalds drykkur: Vatn


Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social

Hvernig bíl áttu:

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Atvinnumennirnir okkar


Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör og Eminem

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Bláber, Kiwi og Bounty


Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: E-ð bull á ítölsku

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það var alltaf Liverpool en miðað við hvernig þeir eru að spila þá er það ekkert lið sem ég myndi ekki spila með.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rodrigo De Paul


Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið með ótrúlega góða þjáfara alla mína ævi.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Oliver Stefansson hættir ekki að væla.

Sætasti sigurinn: Goðamotið þegar ég skoraði í golden goal reglunni í framlengingu! Og svo að sjalfsögðu þegar við unnum Norðurlanda mótið.


Mestu vonbrigðin: Tap á EM á moti Portúgal um að komast á HM i brasilíu.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Guðjón Pétur Lýðsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jana Sól Valdimarsdóttir


Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl Einarsson


Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jana Sól Valdimarsdóttir


Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: U19 Englands bræðurinir Jökull og Ísak
.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum á Reycup að spila við e-ð franskt lið. Vorum 1-0 yfir og þeir voru orðnir vel pirraðir, þeir voru byrjaðir að tala um að negla mig niður og spila gróft... en þvi miður fyrir þá vorum við með Stefán Inga í liðinu okkar sem skilur og talar reiprennandi frönsku og þýddi allt fyrir okkur i miðjum leiknum.


Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tannbursta og segi góðanótt


Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Finnst gaman að horfa á Íslenska landsliðið i handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapor


Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Myndi nú ekki segja lélegur en örgl bara samfélagsfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var i strætó með nokkrum vinum minum og ég ætlaði að taka eina lúmska mynd af manni sem sat á móti okkur, ég tek upp símann og þykist fá símtal, nei nei kom ekki helvítis flass á myndinni..

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gylfa Sig, Jóa Berg og Alfreð Finnboga. Við Blikarnir

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Yngsti leikmaður í sögu Íslands til að spila i top 5 deildum í Evrópu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Rodrigo Palacio hefur komið skemmtilega á óvart.

Hverju laugstu síðast: Laug að kærustunni til að koma henni á óvart.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Reyni að fara út að gera æfingar, læri ítölsku og spila Playstation.. allt lokað kemst ekkert og á helst að vera inni allan daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner