Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard ánægður með stöðuna á Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er ánægður með það hvernig hefur tekist hjá Callum Hudson-Odoi, leikmanni liðsins, að jafna sig á kórónaveirunni.

Hudson-Odoi var greindur með veiruna í síðustu viku og þurftu leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn Chelsea því að fara í sóttkví.

Lampard talaði í gær við heimasíðu Chelsea og sagði: „Ég er ánægður að segja að í tilfelli Callum þá hefur honum gengið mjög vel og er honum næstum því farið að líða eins og venjulega. Það eru auðvitað tíðindi sem við vildum öll heyra."

Hlé hefur verið gert á fótbolta í Evrópu vegna veirunnar, en Lampard segir: „Ég er enginn sérfræðingur þegar kemur að svona tímum, en gerið það, kannið á eldri ættingjum og því fólki sem er berskjaldað og gæti verið einsamalt. Bjóðist til að fara út í búð ef fólk getur það ekki. Pössum að hugsa upp á hvort annað."

„Við vitum ekki hvenær fótbolti mun hefjast aftur, en það er ekki þess virði að hugsa um það núna."

Vel mælt hjá knattspyrnustjóra Chelsea.

Athugasemdir
banner
banner