Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mið 18. mars 2020 09:03
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo í sólbaði í sóttkví
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er í sóttkví á heimili sínu í Madeira í Portúgal.

Ljósmyndari náði myndum af honum þar sem hann var úti á palli í sólinni á meðan kærasta hans, Georgina Rodriguez, var úti að versla í matinn.

Tveir liðsfélagar Ronaldo hjá Juventus eru sýktir af kórónaveirunni, Daniele Rugani og Blaise Matuidi.

Ronaldo hélt heim til Portúgal þegar kórónaveirufaraldurinn gerði það að verkum að öllum leikjum í ítalska boltanum var frestað.
Athugasemdir
banner