Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 18. apríl 2021 23:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?
Stefan gekk í raðir HK skömmu fyrir fyrsta leik í fyrra
Stefan gekk í raðir HK skömmu fyrir fyrsta leik í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan skoraði eitt mark í 12 leikjum í deildinni og eitt mark í einum leik í bikarnum.
Stefan skoraði eitt mark í 12 leikjum í deildinni og eitt mark í einum leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Alexander Ljubicic, leikmaður HK, spjallaði við fréttaritara Fótbolta.net á föstudag. Stefan er 21 árs gamall sóknarmaður sem kom til HK í júní fyrra frá Riga FC í Lettlandi.

„Ég er bara ágætur, ég er bara á leiðinni á æfingu í Kórnum frá Keflavík. Ég er búinn að venjast því núna [að keyra þessa vegalengd] en það var pirrandi fyrst,“ sagði Stebbi á föstudag.

Viðtal við Stefan hjá Riga í fyrra:
Stefan Ljubicic er langyngstur hjá lettnesku meisturunum

Að heimkomunni í fyrra, þetta virkaði út á við eins og þetta hefði gengið upp hjá Riga. Hvernig voru þessar síðustu vikur úti?

„Ég mætti til félagsins í góðu formi og tilbúinn í undirbúningstímabil. Við fórum í æfingabúðir í Abu-Dhabi og ég meiðist á fyrstu æfingu, fékk aftan í læri. Er frá í nokkrar vikur og byrja svo aftur að æfa og spila einn leik."

„Nokkrum dögum eftir þann leik þá fæ ég aftur aftan í læri og var aftur frá í nokkrar vikur. Heimkoman orsakast því að stórum hluta út af meiðslunum. Eftir þetta þá missti ég sjálfstraust en ég var annars mjög peppaður í Riga.“

„Ég kom heim svo og tímabilið að byrja. Það voru allir í formi en ég í ekkert sérstöku standi. Fyrstu tveir mánuðirnir voru erfiðir í HK en svo skoraði ég á móti Gróttu, fékk sjálfstraust við það, en meiðist á æfingu og missi af leikjunum gegn Val. Svo var mótinu slaufað og þetta var því meira niður en upp síðasta árið.“


Hvernig tæklaði Riga málin eftir seinni meiðslin?

„Það kom fljótlega nýr þjálfari eftir að ég kom til félagsins. Þá var ég settur á vinstri kantinn. Þá var covid byrjað og bara spilað innbyrðis. Ég var alltaf á vinstri kanti í stöðu sem ég hef aldrei verið í. Ég er tæpir tveir metrar, hvað á ég að gera á kantinum?"

„Síðan meiðist ég og þá fer trúin hjá nýja þjálfaranum sem náði líka sjálfur í nýja leikmenn. Ég var ánægður að fara heim, þetta var ekki fyrir mig þessi klúbbur og þessi staður. Þeir eru með 30 manna hóp og nánast aldrei sama liðið að spila tvær umferðir í röð."

„Það er enginn fastamaður í liðinu, ég gæti skorað þrennu í einum leik en verið á bekknum í þeim næsta. Það var fínt að vera hluti af þessu, prófa þetta og ég sá hluti sem ég hafði ekki séð áður. Ég var búinn að vera á Englandi, það var geðveikt og góð reynsla fyrir mig. Ég var mjög óheppinn hjá Riga og hvernig málin þróuðust þar.“


Hvernig var að losna frá félaginu, fékkstu skilaboð um að þú mættir fara eða baðst þú um það sjálfur?

„Þetta var mjög mikið mutual (vilji beggja aðila). Ég var ósáttur og ég vildi frekar fara en að spila á vinstri kanti. Ef ég hefði spilað þá hefði það ekki verið í minni stöðu. Upplifunin mín á þeim tíma var sú að mér fannst mjög fínt að fara og hafði ekkert á móti því.“

Það voru einhverjar sögur um að þú hefðir getað farið í Fjölni þegar þú komst til Íslands. Varstu í einhverjum viðræðum við fleiri lið en HK?

„Já, það voru nokkur lið. Keflavík og Fjölnir höfðu samband en reyndu ekki eins mikið og HK. Þegar HK kom upp þá hringdi Brynjar [Björn Gunnarsson, þjálfari HK] í mig og sagði mér frá sinni sýn á hlutina, kom með smá plan og það heillaði mjög mikið."

„Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í HK. Snilldar hópur og þjálfararnir frábærir. Það vita allir hver Brynjar er, það er frábært að hafa þjálfara eins og hann. Hann hefur gert þetta allt, er frábær maður og góður þjálfari,"
sagði Stebbi.

Nánar var rætt við hann og verða fleiri svör hans birt á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner