Spænski táningurinn Guille Fernandez, sem er á mála hjá Barcelona, ætlar að íhuga kosti sína vandlega í sumar, en hann hefur verið orðaður við Bayern München, Borussia Dortmund og Manchester City síðustu vikur.
Fernandez er 16 ára gamall og spilar með varaliði Börsunga.
Daily Briefing segir að fjölmörg félög séu á höttunum eftir þessu undrabarni sem á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með aðalliði Börsunga.
Varaliðið gæti fallið niður um deild og ef Fernandez fær ekki tækifærið bráðlega með aðalliðinu gæti hann hugsað sér að fara annað í leit að meiri spiltíma.
Sport segir að Barcelona er enn í bílstjórasætinu þar sem Fernandez vill feta í sömu fótspor og Fermin Lopez sem hefur verið að gera það gott með aðalliðinu, en er þó samt sem áður opinn fyrir tækifærum í öðrum löndum.
Bayern München, Borussia Dortmund, Manchester City og Porto eru öll að fylgjast með stöðu hans.
Fernandez, sem á fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Spánar, framlengdi samning sinn við Barcelona á síðasta ári, en sá samningur rennur út eftir tvö ár.
Athugasemdir