Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósar Fjölni og segir ÍA íhuga kaup á Júlíusi Mar
Lengjudeildin
Júlíus Mar.
Júlíus Mar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur farið vel af stað í Lengjudeildinni og er liðið ósigrað á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir.

Fjölnir vann 1-0 heimasigur á Þór um helgina og voru þrír leikmenn liðsins í úrvalsliði umferðarinnar.

Einn þeirra er Júlíus Mar Júlíusson sem er á sínu öðru tímabili sem byrjunarliðsmaður í liðinu. Júlíus er fæddur árið 2004 og eru önnur félög að fylgjast með honum.

Baldvin Már Borgarsson sagði frá því í útvarpsþætti Fótbolta.net að ÍA væri að fylgjast náið með leikmanninum.

„Ég ætla hrósa Fjölni. Ég hef verið einn þeirra harðasti gagnrýnandi fyrir að vera yfirborga fyrir einhverja málaliða sem mæta og spila fótbolta. Það er búið að sýna sig núna að þessir ungu strákar eiga að vera komnir með 2-3 ár undir beltið. Að láta unga leikmenn spila er það sem Fjölnir á að vera gera, og eiga að vera löngu byrjaðir á þessu," sagði Baldvin.

„Þetta lið á að komast í umspilið, þetta er gott fótboltalið og Úlli er flottur þjálfari. Hann er með uppalda leikmenn sem eru að berjast fyrir félagið. Þessir leikmenn vilja sjálfir komast lengra."

„Ég veit að Skaginn er að skoða það að kaupa Júlíus Mar. Ég vona að þeir geri það í glugganum. Og ég vona að Fjölnismenn, ekki bara af því þeir eiga ekki pening og vantar pening, leyfi honum að fara; taki bara næsta strák inn í hlutverk,"
sagði Baldvin.

Júlíus lék á sínum tíma þrjá leiki fyrir U19 landsliðið. Hann á að baki 45 leiki í B-deild og lék þar á undan með Vængjum Júpíters í 4. deild.
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner