Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. ágúst 2022 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Hamrarnir í ágætri stöðu - Scamacca kominn á blað
Gianluca Scamacca skoraði fyrsta mark sitt fyrir West Ham
Gianluca Scamacca skoraði fyrsta mark sitt fyrir West Ham
Mynd: EPA
West Ham 3 - 1 Viborg
1-0 Gianluca Scamacca ('23 )
2-0 Jarrod Bowen ('64 )
2-1 Jacob Bonde ('69 )
3-1 Michail Antonio ('78 )

Ítalski framherjinn Gianluca Scamacca gerði fyrsta mark sitt fyrir West Ham er liðið vann Viborg, 3-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Scamacca í byrjunarliði West Ham síðan hann kom frá Sassuolo í sumar.

Hann gerði fyrsta mark sitt á 23. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Maxwel Cornet.

Jarrod Bowen gerði annað mark West Ham á 64. mínútu áður en Danirnir komu til baka og minnkuðu muninn í 2-1. Michail Antonio gerði síðan þriðja mark West Ham og kom liðinu í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram á heimavelli Viborg í næstu viku.
Athugasemdir
banner