Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Daníel Leó fékk rautt í sigri - Aron skoraði
Álasund stefnir upp - Íslendingalið berjast um annað sætið
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson í landsleik.
Aron Sigurðarson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór fram heil umferð í norsku B-deildinni í dag. Álasund færist nær því að tryggja sæti sitt í efstu deild.

Álasund fékk KFUM í heimsókn og náði að knýja fram 2-1 sigur. Hólmbert Aron Friðjónsson átti stoðsendinguna að fyrra marki Álasund. Það gerði Torbjørn Agdestein og jafnaði hann eftir að KFUM hafði komist yfir úr vítaspyrnu stuttu áður.

Í seinni hálfleik komst Álasund yfir með marki úr vítaspyrnu. Nokkrum sekúndum eftir vítaspyrnumarkið fékk Daníel Leó Grétarsson, sem kom inn í síðasta A-landsliðshóp, að líta sitt annað gula spjald.

Álasund var einum færri frá 56. mínútu, en náði þrátt fyrir það að landa sigrinum. Lokatölur 2-1.

Daníel Leó, Davíð Kristján Ólafsson, Hólmbert Aron og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliðinu hjá Álasundi í dag. Allir spiluðu allan leikinn, fyrir utan auðvitað Daníel Leó.

Álasund er á toppnum í norsku B-deildinni með 11 stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir.

Tvö efstu liðin fara beint upp, en liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Í öðru og þriðja sæti eru einnig Íslendingalið.

Í öðru sæti er Start, sem vann 2-0 gegn Nest-Sodra í dag. Aron Sigurðarson skoraði annað mark Start í leiknum, en hann er kominn með 12 mörk í 23 deildarleikjum á tímabilinu. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start.

Start er með 49 stig, eins og Sandefjord, sem vann 2-0 gegn Strømmen. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord, Emil Pálsson var allan tímann á bekknum en hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum.

Start og Sandefjord eru með tíu stiga forystu á næstu lið og er baráttan því þeirra um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner