Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 18. október 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crystal Palace með 100 prósent skotnýtingu
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace.
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace og Brighton gerðu jafntefli þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni áðan.

Crystal Palace leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark Wilfried Zaha úr vítaspyrnu. Palace virtist lengi vel vera að sigla sigrinum heim, en Brighton jafnaði metin í uppbótartíma.

Palace lagði aðaláherslu á varnarleik í þessum leik, og að verja forskotið.

Það er athyglisvert að skoða tölfræðina en þá kemur í ljós að Palace átti aðeins eitt skot í leiknum. Það skot var af vítapunktinum.

Michy Batshuayi skoraði mark snemma í seinni hálfleiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu.

Crystal Palace er með sjö stig í 12. sæti og Brighton er með fjögur stig í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner