Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 18. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney á leið til Svíþjóðar - Ljóst hver tekur við af henni
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er að ganga í raðir Häcken í Svíþjóð.

433.is segir frá og bætir við að um sé að ræða eina stærstu sölu í kvennaboltanum á Íslandi.

Það er ljóst hver tekur við stöðunni hennar hjá Val en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Tinna Brá Magnúsdóttir búin að semja við félagið. Tinna Brá hefur leikið með Fylki síðustu árin og var virkilega góð í sumar þó Fylkisliðið hafi fallið úr Bestu deildinni.

Fanney hefur verið frábær fyrir Val eftir að hún tók við keflinu af Söndru Sigurðardóttur. Það voru stór spor að stíga í en hún hefur gert það stórkostlega.

Fanney, sem er fædd árið 2005, er aðalmarkvörður landsliðsins og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Häcken er sem stendur í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers eru fyrrum leikmenn liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner