Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd bregst við viðtalinu með annarri yfirlýsingu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna viðtals sem portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo fór í hjá Piers Morgan á dögunum.

Seinni hluti viðtalsins birtist í gærkvöldi eftir að fyrri hlutinn hafði birst á miðvikudagskvöld.

Í viðtalinu fer Ronaldo mikinn þar sem hann lætur Man Utd, stjórann Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney heyra það.

Líkt og fyrri yfirlýsingin þá segir nýjasta yfirlýsing United voðalega lítið - annað en að ákveðið ferli sé komið af stað eftir að viðtalið birtist í heild sinni.

„Við höfum hafið ákveðið ferli í kjölfarið á viðtali við Cristiano Ronaldo. Við munum ekki tjá okkur frekar fyrr en að málinu er lokið."

Svona hljóðar yfirlýsingin. Líklegt þykir að Ronaldo sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner