Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. desember 2022 14:33
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr framlengir við Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík á Facebook

Miðjumaðurinn efnilegi Freyr Jónsson er búinn að gera nýjan samning við Grindavík sem gildir út næstu tvö keppnistímabil.


Freyr er 21 árs gamall og er uppalinn hjá KA en hefur leikið með Grindavík í tvö ár. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið margar stöður en er miðjumaður að upplagi.

„Freyr hefur fallið mjög vel inn í okkar leikmannahóp á undanförnum árum og það er ánægjulegt að hann verði áfram hjá félaginu. Freyr er góður karakter og hefur alla burði til að verða öflugur leikmaður fyrir Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Freyr Jónsson verði áfram hjá félaginu og hlökkum við til að sjá hann vaxa og dafna hjá félaginu á næstu árum," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Grindavík leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa endað í sjötta sæti á síðustu leiktíð, með 30 stig úr 22 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner