Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
María með mark og stoðsendingu í stórsigri Celtic
María í leik með Þór/KA
María í leik með Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Celtic sem mætti Edinbourgh City í skoska bikarnum í kvöld.

Þetta var auðvelt verkefni fyrir stelpurnar í Celtic en leiknum lauk með 12-0 sigri. María skoraði eitt mark og lagði upp annað.

Hún skoraði annað mark liðsins eftir að markvörður Edinbrough varði skot samherja hennar átti hún í litlum vandræðum með að setja boltann innfyrir línuna. Hún lagði síðan upp fjórða markið með því að senda lágan bolta fyrir markið og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Jodie Bartle.

María Þórisdóttir lék allan leikinn fyrir Man Utd sem vann Arsenal í deildabikarnum og er liðið því komið í undan úrslit. Chelsea er einnig komið í undan úrslit eftir 4-2 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttir og stöllum í West Ham. Dagny lék 70. mínútur í kvöld.

Bjarki Steinn Bjarkason lék sinn fyrsta leik fyrir Catanzaro en hann er á láni frá Venezia. Catanzaro leikur í C-deildinni en leikur dagsins var í bikarkeppni. Liðið tapaði 1-0 og einvíginu samanlegt 2-1. Bjarki lék tæplega 80. mínútur.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem gerði markalaust jafntefli gegn AEK á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum gríska bikarsins. Síðari leikurinn fer fram á þriðjudaginn.

Aðrir Íslendingar í dag:
Hákon og Orri skoruðu - Ögmundur varði mark Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner