Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 15:17
Elvar Geir Magnússon
Of snemmt fyrir Rooney að taka við Everton?
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney þarf að passa upp á að falla ekki í þá gildru að taka of snemma við Everton, Þetta segir Mikael Silvestre, fyrrum samherji hans hjá Manchester United.

Silvestre telur að það yrði skynsamlegra fyrir Rooney að halda áfram hjá Derby. Hann er talinn hvað líklegastur til að vera ráðinn hjá Everton eftir að Rafael Benítez var rekinn.

Silvestre telur að Rooney sé ekki tilbúinn að setjast í stjórastól Everton strax og það væri best fyrir hann að halda áfram hjá Derby,

„Hann ætti að gefa sjálfum sér meiri tíma, hann þarf að fara varlega. Hann hefur gert góða hluti hjá Derby við erfiðar aðstæður. Mitt ráð til hans væri að halda áfram að læra inn á starfið og læra á sjálfan sig áður en hann sest í heita sætið," segir Silvestre.

„Rooney er mjög ungur stjóri og var að spila fyrir ekki löngu síðan. Svona störf bjóðast honum í framtíðinni ef hann heldur áfram á þessari braut því nafn hans er risastórt í ensku úrvalsdeildinni."

Duncan Ferguson hefur tekið við Everton tímabundið á meðan félagið leitar að nýjum stjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner