Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. febrúar 2020 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg semur við Vålerenga (Staðfest)
Ingibjörg skiptir um félag.
Ingibjörg skiptir um félag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er gengin í raðir norska félagsins Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð.

Hún skrifar undir tveggja ára samning við Vålerenga og segir: „Mér líst vel á metnað félagsins og ég vil hjálpa til við að taka næsta skref."

Ingibjörg er 22 ára gömul og uppalin í Grindavík. Hún fór í Breiðablik 2012 þar sem hún þróaði leik sinn áður en hún hélt í atvinnumennsku, til Svíþjóðar.

Hún samdi við Djurgården í desember 2017 og hjálpaði hún liðinu að forðast fall á síðustu leiktíð.

Ingibjörg æfði með Vålerenga áður en hún fór til Djurgården árið 2017. Núna er hún búin að semja við Vålerenga, sem hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Ingibjörg er miðvörður sem getur einnig leikið sem bakvörður. Hún á að baki 27 A-landsleiki.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst eftir mánuð.


Athugasemdir
banner
banner