fös 19. febrúar 2021 11:43
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Geir Þorsteins: Stjórn ÍTF er ólöglega skipuð
Orri Hlöðversson og Geir Þorsteinsson.
Orri Hlöðversson og Geir Þorsteinsson.
Mynd: Samsett
Geir Þorsteinsson bauð sig fram sem fulltrúi ÍA en þar er hann framkvæmdastjóri.
Geir Þorsteinsson bauð sig fram sem fulltrúi ÍA en þar er hann framkvæmdastjóri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hlöðversson var í gær kjörinn nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum.

Áður en kosning fór fram þá ákvað Geir Þorsteinsson að draga sitt formannsframboð til baka en í samtali við Vísi segist hann sannfærður um ólögmæti framboðs Orra.

„Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu," segir Geir í samtali við Sindra Sverrisson, blaðamann Vísis.

Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en þegar hann bauð sig fram var annar fulltrúi Kópavogsfélagsins í stjórn. Samkvæmt lögum ÍTF má hvert félag ekki vera með tvo fulltrúa í stjórn.

„Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu. Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inn á," segir Geir við Vísi.

„Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt."

„Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir."

Rétt fyrir fundinn þá sagði Helgi Aðalsteinsson, fulltrúi Breiðabliks, sig úr stjórninni. Eftir aðalfundinn er stjórn ÍTF því ekki fullmönnuð.

Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH komu inn í stjórnina.

Vísir og Fótbolti.net hafa reynt að ná í Orra í morgun en án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner