Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. mars 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola býst ekki við að Haaland skipti aftur um félag í sumar
Mynd: Getty Images
Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola er með norska ungstirnið Erling Braut Haaland á sínum snærum.

Haaland hefur verið funheitur síðasta árið bæði með Red Bull Salzburg í Austurríki og svo með Borussia Dortmund eftir félagaskipti í janúar.

Raiola segist hafa ráðlagt Haaland að bíða með að skipta yfir til Dortmund en Norðmaðurinn var ákveðinn og kom öllum á óvart.

„Mér fannst þetta ekki vera rétti tíminn til að yfirgefa Salzburg. Ég hef alls enga trú á að hann yfirgefi Dortmund í sumar," sagði Raiola.

Haaland hefur farið feykilega vel af stað hjá Dortmund og verið orðaður við bestu lið í heimi, enda virðist hann vera algjör markamaskína. Hann er kominn með 40 mörk í 33 leikjum á tímabilinu þegar leikir hans með Salzburg og Dortmund eru lagðir saman.

„Erling Haaland er óslípaður demantur. Það er hrein unun að horfa á hann spila og fylgjast með honum bæta sig í hverjum leik," sagði Raiola.

„Enginn bjóst við að hann færi svona vel af stað með Dortmund. Það er ekkert eðlilegt við að skipta úr austurríska boltanum yfir í þýska og byrja strax að raða inn mörkum.

„Hann getur enn bætt sig mikið og verður hjá Dortmund eins lengi og hann þarf. Þetta er leikmaður sem er að bæta leik sinn mjög hratt."

Athugasemdir
banner
banner
banner