Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari stefnir á titil með Elfsborg - „Ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað"
Skrifar undir samning út 2029.
Skrifar undir samning út 2029.
Mynd: Elfsborg
Var í þrjú ár hjá Víkingi.
Var í þrjú ár hjá Víkingi.
Mynd: Elfsborg
Andri Fannar og Ari voru saman hjá Bologna.
Andri Fannar og Ari voru saman hjá Bologna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari og Júlíus urðu bikarmeistarar með Víkingi árið 2022.
Ari og Júlíus urðu bikarmeistarar með Víkingi árið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson er genginn í raðir sænska félagsins Elfsborg en félagið tilkynnti komu hans í dag. Elfsborg kaupir hann af Víkingi þar sem Ari hefur verið síðustu þrjú ár. Hjá Elfsborg hittir Ari fyrir Júlíus Magnússon en þeir léku saman hjá Víkingi tímabilið 2022.

Ari ræddi um komu sína til félagsins í viðtali sem birt var á heimasíðu þess.

„Það er frábær tilfinning að vera orðinn leikmaður Elfsborg og já, vonandi verður þetta mjög góður tími hér, þar sem við vinnum titil og góðar minningar sem ég mun varðveita alla ævi," segir Ari.

„Þetta lítur mjög vel út. Það hafa allir verið mjög góðir við mig frá því ég kom í gær, hugsað vel um mig og ég boðinn velkominn til félagsins. Ég er því mjög spenntur."

„Borås sem borg er mjög góð, betri en ég hélt. Stuðningsmenn í stúkunni eru bókstaflega alveg á vellinum sjáfum þegar þú spilar, ég elska það og er spenntur fyrir því að spila fyrir framan þá,"
segir Ari aðspurður út í Borås Arena.

Hann var svo spurður út í sinn feril.

„Ég kom út í akademíuna hjá Bologna og tíminn þar var frábær. Svo var heimsfaraldurinn smá áskorun og ég ákvað að koma aftur til Íslands og spila meistaraflokksbolta og það gerðist í Víkingi, og það gekk fullkomlega. Ég vann titla og okkur gekk vel í Evrópu þannig að þetta var fullkomið skref að fara í Víking."

Víkingur gerði vel í Evrópu á síðasta tímabili, komst í úrslitaleiki við Panathinaikos um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

„Það er öðruvísi tilfinning að spila í Evrópu og það er öðruvísi fótbolti en þegar þú spilar í deildinni, þú sér ðað það er taktístk og ég elska það. Maður þarf að halda einbeitingu allar sekúndur leiksins og ég er spenntur fyrir því að spila með Elfsborg í Evrópu, ekki á þessu tímabili, heldur á því næsta."

Það hefur verið talsverður áhugi á Ara að undanförnu eftir góða frammistöðu. Svo nýlega heyrðist af tilboði frá Elfsborg.

„Ég veit að þetta er eitt besta félag Svíþjóðar og Skandinavíu og nokkrir íslenskir leikmenn hafa spilað hér. Ég hef horft á nokkra leiki með liðinu, gerði það áður en ég vissi að ég myndi koma hingað."

„Mér finnst gaman að horfa á fótbolta og mér finnst Elfsborg spila góðan bolta. Ég er mjög spenntur að byrja spila og við skulum sjá hvernig það gengur."

„Ég spilaði með Júlíusi í Víkingi og ég spilaði með Andra Fannari Baldurssyni hjá Bologna. Þeir tala mjög vel um félagið og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Félagið hefur gott orðspor á sér meðal leikmanna og það eru margir fyrrverandi leikmenn sem starfa hjá félaginu."

Það er stutt í að deildin í Svíþjóð byrji og Ari er spenntur að fara af stað. „Ég held að það verði áhugavert að spila með Elfsborg og í Allsvenskan, þetta er góð deild með mörgum spennandi liðum og ég þekki líka nokkra leikmenn í deildinni," segir Ari.

Íþróttastjóri Elfsborg, Stefan Andreasson, sagði svo eftirfarandi:

„Ari er leikmaður sem við, eins og flest skandinavísk félög, höfum fylgt með í langan tíma. Bakgrunnur hans að hafa verið hjá Bologna, verið í toppliði í íslensku úrvalsdeildinni og nú síðast sýnt sterka frammistöðu í Sambandsdeildinni hefur gert það að verkum að við höfum reynt að fá Ari til að velja IF Elfsborg."

„Við erum ánægðir að það hafi gengið upp og Ari skrifaði undir samning út 2029 og getur strax byrjað að spila."


Fyrsti leikur Elfsborg í deildinni verður gegn Mjällby eftir eina og hálfa viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner