KR tilkynnti í vikunni að tveir leikmenn kvennaliðsins væru búnir að skrifa undir samninga við félagið. Kara Guðmundsdóttir, sem fædd er árið 2010, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við félagið en hún skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2027.
Hún er unglingalandsliðskona sem byrjuð er að æfa og spila með meistaraflokki. Kara er dóttir Gumma Ben og Kristbjargar Helgu Ingadóttur.
Hún er unglingalandsliðskona sem byrjuð er að æfa og spila með meistaraflokki. Kara er dóttir Gumma Ben og Kristbjargar Helgu Ingadóttur.
Þá hefur Aníta Björg Sölvadóttir, sem fædd er árið 2002, skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Hún er nú samningsbundin út tímabilið 2026.
Aníta er uppalin hjá Fjölni en kom til KR í glugganum í fyrra og lék fjóra leiki í úrslitakeppni 2. deildar. KR fór upp úr 2. deild síðasta sumar og verður því í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir