Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Mikilvægur sigur hjá Frankfurt í Evrópuslag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 3 - 1 Augsburg
0-1 Ruben Vargas ('13 )
1-1 Fares Chaibi ('55 )
2-1 Hugo Ekitike ('61 )
3-1 Omar Marmoush ('95 )

Eintracht Frankfurt tók á móti Augsburg í mikilvægum Evrópuslag eina leik kvöldsins í efstu deild þýska boltans og tóku gestirnir frá Augsburg forystuna snemma leiks.

Ruben Vargas skoraði á þrettándu mínútu og gerðist lítið marktækt í rólegum fyrri hálfleik. Staðan 0-1 fyrir gestina.

Heimamenn nýttu færin sín vel í síðari hálfleik og sneru stöðunni sér í vil með mörkum frá Fares Chaibi og Hugo Ekitike.

Frankfurt var sterkari aðilinn, þar sem gestunum frá Augsburg tókst lítið sem ekkert að ógna, og endaði Omar Marmoush á að tryggja sigurinn með marki í uppbótartíma.

Lokatölur 3-1 fyrir Frankfurt og er þetta frábær sigur fyrir liðið í evrópubaráttunni. Frankfurt er núna sex stigum fyrir ofan Augsburg og Freiburg í baráttunni um sjötta sætið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 34 28 6 0 89 24 +65 90
2 Stuttgart 34 23 4 7 78 39 +39 73
3 Bayern 34 23 3 8 94 45 +49 72
4 RB Leipzig 34 19 8 7 77 39 +38 65
5 Dortmund 34 18 9 7 68 43 +25 63
6 Eintracht Frankfurt 34 11 14 9 51 50 +1 47
7 Hoffenheim 34 13 7 14 66 66 0 46
8 Heidenheim 34 10 12 12 50 55 -5 42
9 Werder 34 11 9 14 48 54 -6 42
10 Freiburg 34 11 9 14 45 58 -13 42
11 Augsburg 34 10 9 15 50 60 -10 39
12 Wolfsburg 34 10 7 17 41 56 -15 37
13 Mainz 34 7 14 13 39 51 -12 35
14 Gladbach 34 7 13 14 56 67 -11 34
15 Union Berlin 34 9 6 19 33 58 -25 33
16 Bochum 34 7 12 15 42 74 -32 33
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner