Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 19. júní 2021 13:32
Brynjar Ingi Erluson
Mendes og Felix ekki með gegn Þýskalandi
Nuno Mendes og Joao Felix verða ekki með Portúgal gegn Þýskalandi á Evrópumótinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:00.

Mendes er einn efnilegasti vinstri bakvörður heims en hann var frábært með Sporting Lisbon er liðið varð portúgalskur meistari á leiktíðinni.

Hann verður ekki með gegn Þýskalandi í dag vegna meiðsla og því ljóst að Raphael Guerreiro byrjar leikinn.

Joao Felix, leikmaður Atlético Madríd, missir einnig af leiknum en hann var einnig á bekknum Ungverjum og hefur ekki komið við sögu til þessa.
Athugasemdir
banner