Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   mið 19. júní 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Aron Jó og Matti Villa fengu olnbogaskot í andlitið frá stjörnunum (Myndir)
Aron með olnbogann í andlitinu.
Aron með olnbogann í andlitinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson leikmaður Vals og Matthías Vilhjálmsson leikmaður Víkings urðu ósáttir á sitthvorum tímanum í gærkvöldi þegar þeir fengu olnbogaskot frá andstæðingunum.

Þeir brotlegu voru tvær stærstu stjörnur deildarinnar. Aron Elís Þrándarson skaut olnboganum í Aron og Gylfi Þór Sigurðsson í Matthías.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins sá reyndar bara annað brotið en hann dæmdi aukaspyrnu á Gylfa og sýndi honum gula spjaldið.

Matthías var enn að kveinka sér þegar hann gekk af velli í lokin en myndir af þessum brotum má sjá með fréttinni að neðan. Þar sést Aron skamma Ívar Orra fyrir að hafa ekkert fengið fyrir sinn snúð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner