Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. ágúst 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýir búningar Puma fá harða dóma - Fann ekki merkið
Íslensku landsliðin spila í búningum frá Puma.
Íslensku landsliðin spila í búningum frá Puma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki hægt að segja að íþróttavöruframleiðandinn Puma hafi fengið góðar viðtökur við knattspyrnutreyjum sem félagið hefur gefið út hjá ýmsum félögum.

Í nýrri línu Puma er merki félaga ekki á treyjum þeirra. Puma er að prófa þessa nýjung núna til dæmis í þriðja búningi Manchester City sem má sjá myndir af neðst í fréttinni.

Tyrkneska félagið Fenerbahce spilaði í þriðja búningi sínum gegn HJK frá Finnlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þriðji búningurinn er úr nýrri línu Puma.

Það átti sér skondið atvik þegar varamaðurinn Muhammed Gumuskaya skoraði. Hann ætlaði að fagna með því að kyssa merkið á búningnum en tókst ekki ætlunarverk sitt, því þar var ekkert merki. Hann var alveg furðulostinn.

Þessir nýju Puma búningar hafa ekki verið að fá sérlega góða dóma. Borussia Dortmund ákvað að afneita hugmyndinni að þriðja búningnum frá Puma eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna.

Hér að neðan má sjá myndbandið frá því í kvöld og myndir búningi Man City.

Íslensku landsliðin spila í búningum frá Puma.



Athugasemdir
banner
banner
banner