Dagur Dan Þórhallsson spilaði allan leikinn er Halden tapaði 2-0 fyrir Fredrikstad í norsku C-deildinni í dag.
Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson var ónotaður varamaður hjá Fredrikstad.
Liðin eru í toppbaráttunni, Halden er í öðru sæti með 55 stig og Fredrikstad í þriðja með 52 stig. Stjordals Blink er með tveggja stiga forystu á toppinum fyrir lokaumferðina.
Halden þarf því að treysta á að fallið lið Sola sigri Stjordals Blink í lokaumferðinni til að eiga möguleika á toppsætinu.
Fredrikstad 2 - 0 Halden
1-0 J. Veteli ('56)
2-0 A. Makiadi ('83, sjálfsmark)
Viðar Örn Kjartansson lék þá allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Spartak í Moskvu.
Liðin eru jöfn um miðja deild, með 15 stig eftir 13 umferðir.
Spartak Moskva 0 - 0 Rubin Kazan
Willum Þór Willumsson byrjaði á varamannabekknum er BATE Borisov gerði jafntefli við FC Gomel á heimavelli. Willum kom inn á í seinni hálfleik og lék síðasta hálftímann.
BATE er í öðru sæti hvítrússnesku deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Brest.
BATE 1 - 1 FC Gomel
0-1 B. Akubardia ('28)
1-1 E. Yablonski ('74)
Í sænsku deildini var Daníel Hafsteinsson ónotaður varamaður er Helsingborg tapaði 0-2 gegn Häcken.
Helsingborg er þó búið að bjarga sér frá falli.
Helsingborg 0 - 2 Häcken
0-1 Paulinho ('11, víti)
0-2 K. Kizito ('55)
Rautt spjald: M. Aboubakari, Helsingborg ('30)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir