Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 09:26
Magnús Már Einarsson
Haaland og Fernandes orðaðir við Man Utd
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Tekur Nagelsmann (til vinstri) við Tottenham?
Tekur Nagelsmann (til vinstri) við Tottenham?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allar helstu kjaftasögur dagsins.



West Ham ætlar að reyna að fá Rafael Benítez í stjórastólinn ef Manuel Pellegrini verður rekinn. Rafa starfar í dag í Kína. (Mirror)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur rætt við Daniel Levy formann félagsins um framtíð sína. (Telegraph)

Tottenham er að íhuga að fá Julian Nagelsmann (32) þjálfara RB Leipzig til að fylla skarð Pochettino. (Times)

Willian (31) ætlar að hafna nýjum tveggja ára samningi hjá Chelsea til að geta farið frítt til Barcelona. (Mundo Deportivo)

Neymar (27) hefur hafnað boði um að framlengja samning sinn við PSG. Núverandi samningur rennur út árið 2022. (Sport)

Phil Neville, landsliðsþjálfari kvenna hjá Englandi, fær að halda starfinu fram yfir EM 2021 þrátt fyrir slök úrslit að undanförnu. (Times)

Paul Pogba (26) miðjumaður Manchester United, vill frekar fara aftur til Juventus en að ganga í raðir Real Madrid. (Tuttosport)

Alf-Inge Haaland, faðir Erling Braut Haaland framherja Red Bull Salzburg, heimsótti á dögunum æfingasvæði Manchester United. Erling Braut hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. (The Athletic)

Manchester United gæti keypt Bruno Fernandes (25) miðjumann Sporting Lisabon í janúar. Sporting skuldar 57 milljónir punda og þarf að fá pening í kassann. (O Jogo)

Chelsea er að fylgjast með norska miðjumanninum Sander Berge (21) hjá Genk en Liverpool og Napoli hafa líka áhuga. (Goal)

Arsenal ætlar að senda njósnara til að fylgjast með Dominik Szoboszlai (19) miðjumanni Red Bull Salzburg. (Football Insider)

Juventus og Inter vilja fá Chris Smalling (29) varnarmann Manchester United. Smalling er í láni hjá Roma. (Sun)

Emre Can, miðjumaður Juventus, hefur verið orðaður við önnur félög en hann segist ósáttur við spiltíma sinn hjá ítölsku meisturunum. (Mail)

Umboðsmaður framherjans Patrick Cutrone (21) segir ekki rétt að hann sé mögulega á förum frá Wolves. (Samp News)
Athugasemdir
banner
banner
banner