Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Coote verður ekki VAR dómari hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
David Coote verður ekki VAR dómari í leik Liverpool og Leicester á sunnudag eins og fyrirhugað hafði verið.

Hann mun þess í stað dæma leik Manchester United og WBA um helgina.

Coote er ekki í miklu uppáhaldi hjá Liverpool en hann var VAR dómari í 2-2 jafnteflinu gegn EVerton í síðasta mánuði. Hann var sendur í kælingu eftir þann leik og var fjórði dómari í leik Manchester City og West Ham í umferðinni á eftir.

Það áttu sér stað nokkur umdeild atvik í grannslagnum en þar má meðal annars nefna stórhættulega tæklingu Jordan Pickford á Virgil van Dijk.

Pickford fékk ekki spjald fyrir atvikið en Van Dijk meiddist illa og verður líklega frá út tímabilið. Coote vissi ekki að hann mætti skoða þetta vafasama atvik þar sem búið var að dæma rangstöðu á Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner