Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 20. janúar 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Sevilla reynir að fá Ödegaard lánaðan
Sevilla er að reyna að fá Martin Ödegaard, sóknarmiðjumann Real Madrid, á lánssamningi út tímabilið.

Þá vill Real Sociedad, sem var með Ödegaard á láni síðasta tímabil, fá norska leikmanninn aftur.

Marca greindi frá því í gær að Ödegaard hefði beðið um að fá að yfirgefa Real Madrid en það ætti að skýrast í þessari viku hvert leiðir hans liggja.

Ödegaard hefur aðeins spilað 232 mínútur í La Liga á þessu tímabili og vill fá meiri spiltíma.
Athugasemdir