Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Curtis Jones: Hazard var betri leikmaður en Salah
Mohamed Salah og Curtis Jones
Mohamed Salah og Curtis Jones
Mynd: Getty Images
Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir að Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, hafi verið betri leikmaður en Mohamed Salah er í dag.

Salah er einn besti leikmaður heims um þessar mundir en hann hefur aldrei verið betri en á þessari leiktíð. Hann hefur komið að 31 marki í 21 leik í úrvalsdeildinni.

Hazard lék 352 leiki fyrir Chelsea og skoraði 110 mörk og lagaði upp 85. Hann vann tvo Englandsmeistaratitla með liðinu. Salah og Hazard voru saman í Chelsea frá 2014-2016 en Salah lék aðeins 19 leiki fyrir liðið á þeim tíma.

„Þetta mun koma stuðningsmönnunum okkar á óvart út af samanburðinum en ég vel Hazard. Ég veit að við berum hann saman við Salah, ég segi þetta sem leikmaður, sem einhver sem elskar leikinn, þegar ég vildi vera eins og einhver leikmaður þá var það Hazard fyrir mig," sagði Jones.

„Í hvert skipti sem ég horfði á hann hugsaði ég 'vá, svona er fótbolti'. Sem leikmaður er hann betri en Salah að mínu mati. En hvern myndi maður frekar vilja hafa í liðinu sínu? Þá myndimaður segja Salah því hann færir þér mörk og stoðsendingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner