Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mán 20. janúar 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Chelsea og Wolves: Frábær endurkoma hjá Chalobah
Mynd: EPA
Chelsea vann 3-1 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Trevoh Chalobah átti góðan leik en þetta var fyrsti leikurinn hans eftir að hann var kallaður til baka úr láni frá Crystal Palace.

Hann var valinn maður leiksins að mati Sky Sports en hann lagði upp síðasta mark leiksins á Noni Madueke. Hann fékk átta í einkunn ásamt Marc Cucurella.

Robert Sanchez gerði slæm mistök í marki Crystal Palace og fékk aðeins fimm í einkunn.

Matt Doherty stóð upp úr hjá Wolves en hann skoraði mark liðsins. Emmanuel Agbadou og Hugo Bueno fengu aðeins fimm í einkunn.

Chelsea: Sanchez (5); James (7), Tosin (7), Chalobah (8), Cucurella (8); Caicedo (7), Dewsbury-Hall (7); Madueke (7), Palmer (6), Neto (6); Jackson (6).

Varamenn: Sancho (6), Disasi (6), Gusto (6), Felix (n/a), George (n/a).

Wolves: Sa (6); Doherty (7), Bueno (5), Agbadou (5); Semedo (6), Andre (6), J Gomes (6), Ait-Nouri (6); Sarabia (6), Cunha (6); Strand Larsen (6).

Varamenn: Bellegarde (6), R Gomes (6), Guedes (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner