Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tómas Orri í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Orri Róbertsson er búinn að skrifa undir samning við FH og mun því spila í Hafnarfirði í sumar eftir að hafa alist upp í Kópavogi með Breiðabliki.

Tómas Orri er fæddur 2004 og hefur leikið á láni hjá Grindavík og Gróttu í Lengjudeildinni síðustu tvö ár.

Hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður og er búinn að æfa með FH hluta veturs. Honum tókst að hrífa þjálfarateymi liðsins og verður spennandi að fylgjast með Tómasi reyna fyrir sér í Bestu deildinni í fyrsta sinn.

Tómas Orri hefur í heildina spilað 39 leiki og skorað 3 mörk í Lengjudeildinni.

Hann er gjaldgengur í Lengjubikarnum annað kvöld, þegar FH-ingar heimsækja HK í Kórinn.
Athugasemdir
banner
banner