Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 20. apríl 2024 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Leik Tindastóls og FH frestað vegna vallaraðstæðna
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leik Tindastóls og FH sem átti að fara fram í 1. umferð Bestu deildar kvenna á Sauðárkróksvelli á morgun hefur verið frestað vegna vallaraðstæðna.

Besta deild kvenna hefst á morgun og áttu upphaflega tveir leikir að fara fram.

Valur spilar við Þór/KA og þá átti Tindastóll að mæta FH á Sauðárkróki.

Tindastóll hefur hins vegar staðfest að leikurinn við FH fer ekki fram á morgun vegna aðstæðna á vellinum.

„Leik morgundagsins hefur verið frestað vegna aðstæðna á vellinum. Nýr leiktími liggur ekki fyrir,“ segir í tilkynningu Tindastóls.
Athugasemdir
banner
banner
banner