Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 15:15
Elvar Geir Magnússon
Ástbjörn missir af næstu leikjum en Præst er klár í slaginn
Ástbjörn varð fyrir groddaralegri tæklingu.
Ástbjörn varð fyrir groddaralegri tæklingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson og Finnur Tómas Pálmason fóru meiddir af velli í 3-3 jafntefli KR gegn Val í síðustu umferð Bestu deildarinnar og voru ekki með í 11-0 sigrinum gegn KÁ í bikarnum í gær.

Ástbjörn varð fyrir tæklingu í leiknum gegn Val og missir af næstu leikjum en KR heimsækir FH í Kaplakrikann á miðvikudag.

„Ástbjörn gæti verið frá í nokkrar vikur vegna ökklameiðsla en við skoðum Finn bara dag frá degi. Hann fékk högg á hnéð og meiddist á öxl og við metum hann bara á hverjum degi, hvort miðvikudagurinn komi of snemma fyrir hann," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn af bekknum í gær og einnig miðjumaðurinn Matthias Præst sem kom frá Fylki eftir síðasta tímabil. Præst er búinn að jafna sig eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni fyrstu tvær umferðir Bestu deildarinnar.
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Athugasemdir
banner