Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mið 20. maí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bayern framlengir við „besta markvörð heims"
Manuel Neuer hefur framlengt samningi sínum við Þýskalandsmeistara Bayern München til sumarsins 2023.

Neuer hefur unnið sjö þýska meistaratitla, fimm bikarmeistaratitla og Meistaradeildina síðan hann kom til Bayern frá Schalke 2011.

Hinn 34 ára Neuer hélt markinu hreinu þegar Bayern vann Union Berlín um síðustu helgi í þýska boltanum en þá fór deildin aftur af stað.

Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, segir að félagið sé í skýjunum með að halda Neuer.

„Manuel er fyrirliðinn okkar og hann er besti markvörður heims." segir Rummenigge.

Á næsta tímabili mun Neuer fá samkeppni frá hinum 23 ára Alexander Nübel sem kemur frá Schalke í sumar. Þessi fyrrum U21-landsliðsmarkvörður Þýskalands kemur á frjálsri sölu en hann hefur gert fimm ára samning við Bæjara.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner