Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   mán 20. maí 2024 15:46
Ívan Guðjón Baldursson
Sittard tapaði í úrslitum - Góðir sigrar hjá norsku Íslendingaliðunum
Mynd: Fortuna Sittard
Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem mætti Ajax í úrslitaleik hollenska bikarsins í dag.

Staðan var markalaus í leikhlé en Ajax komst í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik með mörkum frá Nadine Noordam og Rosa van Gool.

Feli Delacauw minnkaði muninn niður í eitt mark á 65. mínútu og var leikurinn opinn allt þar til á lokakaflanum, þegar Bente Jansen kom inn af bekknum og innsiglaði sigur Ajax.

Lára Kristín Pedersen kom inn af bekknum á 86. mínútu í Íslendingaliði Sittard en tókst ekki að breyta gangi mála.

Þá fóru einnig leikir fram í efstu deild norska boltans, þar sem Natasha Anasi-Erlingsson var í byrjunarliði Brann í stórsigri á útivelli gegn Kolbotna.

Natasha er ekki með fast sæti í sterku byrjunarliði Brann, sem situr í þriðja sæti norsku deildarinnar með 19 stig eftir 8 umferðir.

Sædís Rún Heiðarsdóttir er meidd og var því ekki með í sigri Vålerenga á útivelli gegn Arna-Bjornar, en Valerenga trónir á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 9 umferðir.

Hin norska Íris Ómarsdóttir var þá í byrjunarliði Stabæk og skoraði eitt af þremur mörkum liðsins í frábærri endurkomu eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Asane. Stabæk er um miðja deild með 15 stig eftir 10 leiki.

Ajax 3 - 1 Sittard
1-0 Nadine Noordam ('54)
2-0 Rosa van Gool ('58)
2-1 Feli Delacauw ('65)
3-1 Bente Jansen ('85)

Kolbotn 2 - 6 Brann

Arna-Bjornar 1 - 3 Valerenga

Stabæk 3 - 2 Asane

0-1 M. Jensen ('44)
0-2 M. Kokosz ('48)
1-2 M. Isaksen ('65)
2-2 Íris Ómarsdóttir ('83)
3-2 E. Bolviken ('86)
Rautt spjald: A. Mo, Asane ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner