mán 20. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel horfir til Aké
Nathan Aké til Chelsea?
Nathan Aké til Chelsea?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að íhuga það að opna viðræður við Manchester City um hollenska miðvörðinn Nathan Aké en þetta kemur fram í ítarlegri frétt Telegraph.

Það verður nóg að gera hjá Chelsea á markaðnum í sumar. Félagið er komið með nýja eigendur og þá þarf að fylla í nokkur skörð en það var mikið högg að missa Antonio Rüdiger á frjálsri sölu til Real Madrid.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er með nokkra varnarmenn á lista en honum líst einna mest á Aké, sem er 27 ára gamall.

Þýski stjórinn vildi fá Aké til Borussia Dortmund fyrir nokkrum árum er Aké var á mála hjá Bournemouth og hefur fylgst náið með honum síðan.

Samkvæmt Telegraph er Chelsea að íhuga það að opna viðræður við Manchester City um Aké.

Chelsea er í viðræðum við félagið um Raheem Sterling og ef þær ganga snurðulaust fyrir sig þá gæti það opnað þann möguleika á að fá Aké sem er í aukahlutverki hjá City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner