Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy tekur líklega við Burnley
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður Manchester United og fleiri félaga, er nálægt því að taka við Burnley.

Þetta kemur fram hjá Telegraaf í Hollandi.

Vincent Kompany hætti með Burnley á dögunum til að taka við Bayern München í Þýskalandi. Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilar í Championship-deildinni á komandi tímabili.

Burnley er að leita að þjálfara með ákveðna hugmyndafræði og passar Van Nistelrooy inn í það.

Hinn 47 ára gamli Van Nistelrooy stýrði síðast PSV Eindhoven og gerði liðið að hollenskum bikarmeistara. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner