Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 20. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy tekur líklega við Burnley
Ruud van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður Manchester United og fleiri félaga, er nálægt því að taka við Burnley.

Þetta kemur fram hjá Telegraaf í Hollandi.

Vincent Kompany hætti með Burnley á dögunum til að taka við Bayern München í Þýskalandi. Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilar í Championship-deildinni á komandi tímabili.

Burnley er að leita að þjálfara með ákveðna hugmyndafræði og passar Van Nistelrooy inn í það.

Hinn 47 ára gamli Van Nistelrooy stýrði síðast PSV Eindhoven og gerði liðið að hollenskum bikarmeistara. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner