Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Batshuayi ætlar ekki að þrýsta á sölu fyrr en í janúar
Batshuayi hefur gert 19 mörk í 53 leikjum hjá Chelsea.
Batshuayi hefur gert 19 mörk í 53 leikjum hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er fyrir aftan Olivier Giroud og Tammy Abraham í goggunarröðinni hjá Chelsea.

Hann var keyptur til Chelsea fyrir 33 milljónir punda sumarið 2016 en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Þess í stað hefur hann verið lánaður til Borussia Dortmund, Valencia og Crystal Palace undanfarin misseri.

Nú er hann þó í leikmannahópi Chelsea en hefur ekki enn komið við sögu á tímabilinu. Ljóst er að Batshuayi þarf spiltíma til að komast í landsliðshóp Belgíu fyrir EM 2020 en enskir fjölmiðlar halda því fram að hann ætli ekki að fara fram á sölu fyrr en í janúar í fyrsta lagi.

Hann ætlar að vera áfram hjá Chelsea og berjast um byrjunarliðssæti. Ef það mistekst þá mun hann krefjast þess að vera seldur eða lánaður í janúar.

Batshuayi hefur gert 13 mörk í 25 leikjum fyrir Belgíu. Hann verður 26 ára í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner