Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Carroll þurfti að kynna sér leikmenn Liverpool á Google
Mynd: Getty Images
Ferill Andy Carroll hefur verið ansi stormasamur en hann þótti gríðarlega mikið efni þegar hann kom upp úr unglingastarfi Newcastle á sínum tíma.

Liverpool borgaði 35 milljónir punda fyrir Carroll í janúar 2011 en hann náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Nú er hann kominn aftur til Newcastle eftir sjö ár hjá West Ham.

Hann var í viðtali við vefsíðu Newcastle þegar hann sagði frá félagaskiptunum til Liverpool. Carroll var á leið til Liverpool þegar hann áttaði sig á því að hann vissi ekki hvaða leikmenn væru hjá félaginu, að undanskildum Jamie Carragher og Steven Gerrard.

„Þetta er slæmt því við erum að tala um Liverpool, en þetta er alls ekki meint í neinni vanvirðingu," byrjaði Carroll.

„Þegar ég var í Newcastle þá fór ég heim, gantaðist með félögunum, spilaði fótbolta, fór út og alskonar en ég horfði aldrei á fótbolta. Þar af leiðandi kannaðist ég ekki við marga leikmenn.

„Þegar ég var svo í þyrlu á leið til Liverpool fattaði ég að ég þekkti bara Stevie G og Carragher. Ég vissi ekki hverjir aðrir væru í liðinu því ég horfði ekki á fótbolta.

„Umboðsmaðurinn minn þurfti að segja mér hvaða leikmenn voru í liðinu og svo notaði ég Google."


Carroll verður 31 árs í janúar og hefur gert 53 mörk í 211 úrvalsdeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner