Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 20. ágúst 2021 11:11
Elvar Geir Magnússon
James: Ég veit ekki við hverja Everton er að fara að spila
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: EPA
Framtíð James Rodriguez hjá Everton er í óvissu en kólumbíski landsliðsmaðurinn var ekki með í sigurleik gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Everton mætir Leeds United um helgina en James mætti aftur til æfinga í vikunni án þess að hafa hugmynd um hvaða leikur væri framundan.

Carlo Ancelotti fékk James til félagsins en nú þegar Ancelotti er farinn er óvissa varðandi framtíð Kólumbíumannsins.

„Ég mun ekki spila um helgina. Ég veit ekki einu sinni við hverja Everton er að fara að spila, getið þið sagt mér það?" sagði James þegar hann spjallaði við stuðningsmenn í gegnum streymi á Instagram.

„Ég held að það sé útileikur því við byrjuðum heima. Aaaa... gegn Leeds á útivelli. Erfiður leikur gegn Bielsa."

Hann var spurður út í sína framtíð.

„Ég veit ekki hvað mun gerast. Ég hreinlega veit ekki hvar ég mun spila. Í fótboltanum og lífinu þá veit maður ekkert hvað mun gerast ég hef verið að æfa mikið pg undirbúa mig vel."

Lítil ánægja er skiljanlega meðal stuðningsmanna Everton með ummæli James.

Rafa Benítez stjóri Everton var spurður á fréttamannafundi í dag hvort James Rodriguez sé í hans áætlunum. „Til 31. ágúst er hann í mínum áætlunum," svaraði Benítez en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamótin.

Leeds og Everton mætast klukkan 14:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner