sun 20. október 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lallana: Við erum enn taplausir
Jurgen Klopp og Adam Lallana.
Jurgen Klopp og Adam Lallana.
Mynd: Getty Images
„Ég átti að hafa áhrif á leikinn," sagði Adam Lallana, sem bjargaði stigi fyrir Liverpool gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Lallana kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. Leikurinn endaði 1-1 og eru þetta fyrstu stigin sem Liverpool tapar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Við vorum ekki að spila okkar besta leik og þú vilt að varamennirnir að breyti leiknum. Alex Oxlade-Chamberlain var mjög góður þegar hann kom inn á. Ef við viljum vinna titilinn þá þurfum við á öllum hópnum að halda."

„Mér fannst, eftir að ég kom inn á, við stjórna leiknum, sérstaklega eftir fyrstu 10 mínúturnar. Undir lok leiksins fannst mér við eina liðið sem gátum náð í öll þrjú stigin."

„Við erum enn taplausir. Það er margt jákvætt í að ná í stig, þar sem við vorum ekki að spila okkar besta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner