Michael Owen telur að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain séu of stór biti fyrir Manchester United. Liðin eigast við í París í kvöld.
PSG komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Owen spáir 2-1 sigri PSG í leik kvöldsins.
PSG komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Owen spáir 2-1 sigri PSG í leik kvöldsins.
„Manchester United vann góðan 4-1 sigur gegn Newcastle en liðið fer í miklu erfiðara próf í París. Með Neymar og Mbappe þá held ég að vopnabúr PSG sé of öflugt fyrir United," segir Owen, sem er fyrrum sóknarmaður United.
„Ég spái því að bæði lið muni skora en liðið úr úrslitaleiknum á síðasta tímabili vinnur."
Leikur PSG og Manchester United hefst klukkan 19:00.
Athugasemdir