Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH að kaupa Kjartan Kára og Arnór Borg
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net gengið frá kaupum á Kjartani Kára Halldórssyni frá Haugasundi. Kjartan lék með FH á láni frá norska félaginu síðasta sumar. Hann var keyptur til Haugasunds frá Gróttu eftir frábært tímabil 2022.

Kjartan er tvítugur vængmaður sem lék 24 leiki í deild og bikar með FH á tímabilinu. Í þeim skoraði hann þrjú mörk og lagði upp tvö.

FH vinnur einnig í því að fá Arnór Borg Guðjohnsen frá Víkingi en hann lék á láni með FH seinni hluta tímabils.

Arnór er 23 ára sóknarmaður sem kom við sögu í fimm leikjum með FH en missti af úrslitakeppninni vegna meiðsla. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Víking.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner