Góðan og gleðilegan mánudaginn. Griezmann, Iling-Junior, Williams, Fernandes, Nusa og Ekitike eru meðal gesta í slúðurpakka dagsins.
Manchester United er tilbúið að þrefalda laun Antoine Griezmann (32) til að fá franska framherjann frá Atletico Madrid í janúar. (El Nacional)
Newcastle United gæti reynt aftur við Hugo Ekitike (21), franska famherjann hjá Paris St-Germain, í janúar. (Football Insider)
Aston Villa skoðar að gera janúartilboð í Inaki Williams (29), ganverskan framherja Athletic Bilbao. (Football Insider)
Portúgalski landsliðsmaðurinn Bruno Fernandes (29) segist einbeittur á verkefni sitt með Manchester United en hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu. (90min)
Tottenham og Chelsea hafa áfram áhuga á Antonio Nusa (18). Fulham vill fá þennan norska framherja sem hefur leikið afskaplega vel með Club Brugge. (Football Insider)
Juventus gæti verið opið fyrir því að selja enska vængmanninn Samuel Iling-Junior (20) í janúar. Tottenham vill fá hann. (Football Insider)
Barcelona mun reyna næsta sumar að fá spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (24) sem hefur verið orðaður við Arsenal. Hann er hjá Real Sociedad. (Sport)
Roma er tilbúið að hlusta á tilboð í enska miðvörðinn Chris Smalling (33) í janúar. (Gazzetta dello Sport)
AC Milan gæti reynt að bæta við sig sóknarmanni í janúar og gæti reynt við Jonathan David (23), kanadíska landsliðsmanninn hjá Lille. (Gazzetta dello Sport)
Barcelona og Real Madrid eru að íhuga að gera tilboð í þýska vængmanninn Leroy Sane (27) hjá Bayern München. (Sport)
Real Madrid íhugar að fá inn sóknarmann í janúar, með kaupum eða lánssamningi, eftir að Vinicius Jr. (23) meiddist í landsliðsverkefni með Brasilíu. Timo Werner (27) hjá RB Leipzig kemur til greina. (Sport)
Barcelona gæti fengið allt að 5 milljónir evra í skaðabætur eftir að miðjumaðurinn Gavi (19) meiddist þegar hann lék fyrir spænska landsliðið. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir