Napoli vill kaupa vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu frá Lecce og er að nálgast samkomulag um kaupverð.
Napoli er víst tilbúið að leyfa honum að klára tímabilið á láni hjá Lecce.
Napoli er víst tilbúið að leyfa honum að klára tímabilið á láni hjá Lecce.
Manchester United hefur líka mikinn áhuga á honum en verðmiðinn á Dorgu er um 40 milljónir evra.
Dorgu er tvítugur, er af nígerískum uppruna en fæddist í Kaupmannahöfn. Hann á fjóra landsleiki fyrir Danmörku.
Samkvæmt Sky á Ítalíu eru forráðamenn Man Utd á leið til Ítalíu til að ræða við Lecce um Dorgu og við Napoli um Alejandro Garnacho.
Athugasemdir