Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 21. febrúar 2021 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Hjörtur lék aftur allan leikinn - Jón Dagur í sigurliði
Elías Rafn frá vegna meiðsla - Ísak Óli og Sveinn Aron ekki í hóp
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum hjá Íslendingaliðum í dönsku Superliga er lokið, leikirnir fóru fram nú seinni partinn í dag. Fyrr í gerðu Horsens og Odense markalaust jafntefli í Íslendingaslag.

AGF vann 2-0 sigur á Sönderjyske í slag Íslendingaliða í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu 85 mínúturnar. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Sönderjyske.

Bröndby svo heimasigur, 2-1, gegn Vejle í leik sem var að ljúka. Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby í öðrum leiknum í röð og lék allan leikinn í hægri miðvarðarstöðunni í þriggja miðvarða kerfi.

Bröndby er í toppsæti deildarinnar með 37 stig, stigi meira en Midtjylland eftir sautján leiki. AGF er svo í þriðja sætinu með 32 stig.

Í dönsku B-deildinni vann Esbjerg gegn Fredericia, Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í leiknum og var eftir markið tekinn af velli fyrir Andra Rúnar Bjarnason. Elías Rafn Ólafsson varði ekki mark Fredericia í leiknum vegna höfuðmeiðsla.

Í leikmannahópi OB mátti ekki sjá Svein Aron Guðdjohnsen í dag en umtalið í Danmörku er á þann veg að þjálfari OB hafi lítinn áhuga á því að nýta sér krafta framherjans.
Athugasemdir
banner
banner
banner