Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mið 21. febrúar 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus tilbúið að bjóða Genoa leikmann í skiptum fyrir Albert
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson er gríðarlega eftirsóttur en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus hafi mikinn áhuga á honum.


Albert leikur með Genoa þar sem hann hefur farið á kostum á tímabilinu en mörg stórlið bæði á Ítalíu og á Englandi hafa sýnt honum áhuga.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus sé tilbúið að bjóða Genoa miðvörðinn Enzo Barrenechea í skiptum fyrir Albert auk þess að borga með honum en Albert er metinn á 30 milljónir evra.

Enzo er 22 ára gamall Argentínumaður sem getur einnig leyst stöðu varnarsinnaðs miðjumanns en hann er á láni hjá Frosinone á þessari leiktíð.

Genoa missti sterkan miðvörð í janúar þegar Radu Dragusin gekk til liðs við Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner