Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. mars 2020 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagerback tekur á sig 20% launalækkun
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs.
Mynd: Getty Images
Þjálfarar knattspyrnulandsliða Noregs hafa samþykkt að taka á sig 20% launalækkun. Þetta kemur fram í grein VG.

Lars Lagerback, landsliðsþjálfari karla í Noregi og fyrrum landsliðsþjálfari Ísland, tekur á sig 20% launalækkun frá og með 1. apríl. Það gerir aðstoðarmaður hans, Per Joar Hansen, einnig sem og landsliðsþjálfarar kvenna.

Allur fótbolti liggur niðri næstu vikurnar út af smithættu vegna kórónuveirunnar. Það hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu knattspyrnusambands Noregs.

Noregur átti að taka þátt í umspili fyrir EM, líkt og Ísland, í lok þessa mánaðar en umspilinu var frestað fram í júní. Noregur átti að mæta Serbíu í undanúrslitum umspilsins.

Evrópumótinu sjálfu hefur verið frestað um eitt ár, til 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner