Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 21. mars 2020 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk: Vertu þinn eiginn þjálfari
Sara Björk á landsliðsæfingu.
Sara Björk á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ birtir í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara Björk Gunnarsóttir, landsliðsfyrirliði kvennalandsliðsins, er með hvatningarskilaboð til allra iðkenda.

KSÍ hefur ákveðið að keyra í gang verkefni sem kallast "Áfram Ísland!" og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldurinn COVID-19.

Sjá einnig:
KSÍ með verkefnið áfram Ísland - Myndbönd fyrir iðkendur

„Það er ótrúlega skrýtin staða sem við erum í í dag," segir Sara. „Mér persónulega finnst mjög erfitt að vera ekki að æfa núna og spila ekki í Þýskalandi með Wolfsburg, en heilsa kemur fyrst."

„Ég er samt á fullu að æfa og að halda mér við. Ég vil endilega hvetja alla unga iðkendur að halda áfram að hreyfa sig, halda áfram að æfa, hugsa um matarræði, svefn og hvíld því við þurfum öll að vera tilbúin þegar við komum til baka."

„Ekki hætta að æfa, vertu þinn eiginn þjálfari og hugsaðu út fyrir rammann."

„Gangi ykkur vel, farið vel með ykkur og áfram Ísland."

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner