Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. apríl 2021 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Stones lærir af þessu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var afar ánægður með 2-1 sigurinn á Aston Villa í kvöld en hann ræddi einnig um rauða spjaldið hjá John Stones.

City lenti undir eftir aðeins 20 sekúndur er John McGinn skoraði en City tókst að skora tvö undir lok fyrri hálfleiks áður en John Stones var rekinn af velli.

Guardiola segir að Stones hafi verið of seinn í tæklinguna en að þetta hafi ekki verið ásetningur að meiða Jacob Ramsey.

„Þetta var ekki draumabyrjun hjá okkur en við náðum að bregðast við. Við spiluðum mjög vel með og án bolta. Þegar við vorum tíu menn gegn ellefu þá vorum við mjög góðir," sagði Guardiola.

„Stones var seinn í tæklinguna en þetta var ekki ásetningur hjá honum. Hann myndi aldrei fara í þessa tæklingu með það í huga að taka manninn. Hann er ekki árásargjarn í tæklingum en hann var seinnt. Þetta er erfitt þegar hann er að spila mikið en hann lærir af þessu."

Phil Foden var besti maður vallarins en hann skoraði fyrra mark liðsins og var mjög hættulegur í leiknum.

„Hann hefur reynst svo mikilvægur á síðasta þriðjungnum og hefur verið að spila mjög vel. Hann er rosalega mikilvægur fyrir liðið."

Man City er eitt af tólf félögum sem stofnuðu Ofurdeildina en henni hefur nú verið slaufað í bili. City hætti við að taka þátt en það hafði lítil áhrif á liðið að sögn Guardiola.

„Þegar við horfum á þetta núna þá virðist þetta ekki hafa truflað okkur. Við vorum einbeittir en auðvitað voru allir með miklar áhyggjur en við einbeittum okkur bara að leiknum. Við erum svo nálægt þessu, við þurfum bara tvo leiki í viðbót," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner