Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 21. júní 2021 09:41
Elvar Geir Magnússon
Besti leikmaðurinn gegn Englandi er með Covid
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Billy Gilmour hefur greinst með Covid-19 og mun missa af leik Skotlands gegn Króatíu á EM á morgun.

Gilmour, sem er leikmaður Chelsea, var maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á föstudaginn en þessi tvítugi leikmaður lék þá sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir skoska landsliðið.

Gilmour fer nú í tíu daga eingangrun.

Skotland verður að vinna Króatíu á Hampden til að komast upp úr D-riðli EM.

Fyrir EM alls staðar greindist annar leikmaður Skotlands, John Fleck, með veiruna og missti af vináttuleik gegn Hollandi.
Athugasemdir
banner